María Carrasco hefur störf hjá Tind sjúkraþjálfun í byrjun Maí og við bjóðum hana hjartanlega velkomna
María útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BS gráðu í sjúkraþjálfun og starfsréttindi sem sjúkraþjálfari árið 2013. Hún starfaði í eitt ár á Landspítalanum Fossvogi á Lungna-, Gjörgæslu- og Bæklunardeild, svo hjá sjúkraþjálfunarstofunni Styrk frá 2014 til 2018 ásamt því að starfa við hópþjálfun og ráðgjöf fyrir einstaklinga með bakvandamál hjá Breiðu bökin 2013-2017
Hún María er sjaldan bara með eitt járn í eldinum en í dag starfar hún einnig sem danskennari hjá Salsa Iceland, kennir hóptíma í hugleiðslu, tónheilun og dansi hjá Andagift, sér um heildræna ráðgjöf og meðferð á sviði heilsu og vellíðunar hjá Heildræn heilsa & vellíðan og svo sér hún um rekstur, umsjón og kennslu í Upledger á Ísland
María hefur klárað fjöldan allan af námskeiðum sem má lesa betur um á síðunni hennar
Áhugasvið hennar eru almenn sjúkraþjálfun, stoðkerfissjúkraþjálfun, hreyfistjórn, hreyfigreining og sjúkraþjálfun fyrir dansara og aðrar listgreinar